Karfan er tóm.
U17 landslið kvenna fer til Albaníu í aðra umferð undankeppni EM 2023.
Liðið mætir Albaníu og Lúxemborg, en á ekki möguleika á að fara úr B-deildinni í lokakeppnina á þessu ári. Vinni liðið hins vegar þennan riðil fer það upp í A-deild fyrir undankeppni EM 2024.
Þór/KA á einn fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Krista Dís Kristinsdóttir fer með liðinu til Albaníu, en Angela Mary Helgadóttir, sem verið hefur fastamaður með liðinu meiddist á dögunum og getur því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Þór/KA á svo reyndar fleiri frambærilega leikmenn á þessum aldri sem hefði verið gaman að sjá í þessum leikmannahópi.
Upplýsingar um hópinn má einnig sjá í frétt á vef KSÍ.