Karfan er tóm.
Það er nóg um að vera og fjölbreyttir viðburðir fram undan hjá Þór/KA og leikmönnum meistaraflokks. Happdrætti í deiglunni, kótelettukvöld í Hamri næsta föstudagskvöld, fyrsti leikur í Lengjubikar næsta sunnudag, æfingaferð í mars og Besta deildin byrjar um miðjan apríl.
Meistaraflokkur Þórs/KA undirbýr sig nú fyrir komandi átök, stutt í að Lengjubikarinn hefjist og ekki mikið lengra þar til komið er að fyrsta leik í Bestu deildinni. Liður í undirbúningnum fyrir sumarið er að halda út fyrir landsteinana í vikutíma til æfinga og er förinni heitið á sama stað og í fyrra, æfingavöll við Salobre-golfvöllinn á Gran Canaria. Þar dvaldi hópurinn í byrjun apríl í fyrra og stefnir þangað aftur skömmu fyrir miðjan marsmánuð. Vegna Evrópumótsins og þátttöku Íslands þar verður gert hlé á keppni í Bestu deildinni frá 21. júní og langleiðina út júlímánuð og því hefst keppni í Bestu deildinni um tíu dögum fyrr en í fyrra.
Liður í undirbúningi æfingaferðarinnar er eins og svo oft áður að leikmenn safna fé með öllum tiltækum ráðum og er kótelettukvöldið liður í því. Ágóði af kvöldinu rennur upp í kostnað við ferðina. Meðal þess sem þar verður í boði eru auðvitað dýrindis kótelettur frá Kjarnafæði-Norðlenska, framreiddar af Einari Gauta, og auðvitað verður Jói Gunn á léttu nótunum og fer yfir stöðu mála og tímabilið fram undan.
Skráningarfrestur á kótelettukvöldið er til hádegis á miðvikudag.
Jafnframt er að hefjast sala á happdrættismiðum með glæsilegum vinningum að verðmæti samtals rúmlega 1,3 milljónir króna. Sala á happdrættismiðunum hefst á allra næstu dögum, en dregið verður 3. mars.
Dagsetningar leikja í Lengjubikarnum: