Karfan er tóm.
Þór/KA tapaði lokaleik sínum í Kjarnafæðimótinu í gærkvöld gegn FHL, 1-4. Tindastóll vinnur því mótið á markamun.
FHL skoraði fjórum sinnum áður en Þór/KA náði að svara fyrir sig. Bríet Fjóla Bjarnadóttir minnkaði muninn með marki á 74. mínútu. Þrátt fyrir þunga sókn á lokakaflanum tókst ekki að bæta við öðru marki og niðurstaðan því 1-4 tap. Með sigri, jafntefli og jafnvel með tveggja marka tapi hefði Þór/KA unnið Kjarnafæðimótið, en munurinn var þrjú mörk. Þór/KA og Tindastóll enda bæði með sex stig, en Tindastóll með fimm mörk í plús og Þór/KA með fjögur í plús.
FHL - Þór/KA 4-1 (4-0)
Næsta verkefni er að sækja Víkinga heim í fyrstu umferð Bestu deildarinnar miðvikudaginn 16. apríl.
Eva S. Dolina-Sokolowska kom inn á í seinni hálfleik og munaði hársbreidd að henni tækist að minnka muninn í 4-2 á lokamínútunum þegar hún átti skot í stöng. Mynd: Ármann Hinrik.