Þór/KA mætti liði FHL í fyrsta leik sínum í Kjarnafæðimótinu í Boganum í dag og vann örugglega, 7-0.
Lið gestanna var reyndar blanda úr FHL og Einherja, en Þór/KA tefldi fram sínu sterkasta liði.
Þór/KA hafði undirtökin allan leikinn. Fyrsta markið kom eftir stundarfjórðung þegar Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Þrjú mörk í viðbót komu frá Þór/KA í fyrri hálfleiknum og bar meðal annars til tíðinda að Hulda Ósk skoraði þrennu á rúmum 20 mínútum.
Staðan var 4-0 eftir fyrri hálfleikinn og þrjú mörk bættust við í þeim seinni og lokatölur 7-0.
Þór/KA - FHL 7-0 (4-0)
- 1-0 #22 Hulda Ósk Jónsdóttir (v) (15'). Fékk vítið sjálf.
- 2-0 #9 Karen María Sigurgeirsdóttir (18'). Stoðsending: Sandra María Jessen.
- 3-0 #22 Hulda Ósk Jónsdóttir (29'). Stoðsending: Margrét Árnadóttir.
- 4-0 #22 Hulda Ósk Jónsdóttir (36'). Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir.
- 5-0 #10 Sandra María Jessen (63'). Stoðsending: Kolfinna Eik Elínardóttir.
- 6-0 #14 Margrét Árnadóttir (69'). Stoðsending: Amalía Árnadóttir.
- 6-0 #19 Agnes Birta Stefánsdóttir (77'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir.
- Áhorfendur: 60
Leikskýrslan
Næst
- Mót: Kjarnafæðimótið
- Leikur: Völsungur - Þór/KA
- Staður: Boginn
- Dagur: Sunnudagur 14. janúar
- Tími: 17:00