Kjarnafæðimótið: Eins marks sigur á Tindastóli

Þór/KA vann Tindastól 1-0 í fyrsta leiknum í kvennadeild Kjarnafæðismóstins 2025. Amalía Árnadóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 

Leikurinn var almennt í daufara lagi og ekki mikið um færi. Tindastóll fékk að láni tvær ungar úr Völsungi, en liðið náði ekki að ógna marki Þórs/KA svo heitið geti. Færin sem  Þór/KA fékk fóru ýmist forgörðum með misheppnuðum skottilraunum eða sendingum, auk þess sem Sigríður H. Stefánsdóttir í marki Tindastóls vel vakandi í markinu og varði nokkrum sinnum vel. Að öðru leyti ekki mikið um leikinn að segja.

Þetta er eini leikurinn sem Þór/KA liðin leika í Kjarnafæðimótinu fyrir áramót, en félagið er með tvö lið í mótinu og því nóg af leikjum fram undan fyrir stuðningsfólk okkar að njóta í janúarmánuði.

Þór/KA - Tindastóll 1-0 (1-0)

    • 1-0 - Amalía Árnadóttir (24'). Stoðsending: Bríet Fjóla Bjarnadóttir.

Tölur og fróðleikur

  • Meðalaldur út frá aldri sem leikmenn náðu á þessu ári
    Byrjunarlið: 21,6 ár
    Varamenn: 17,4 ár
    Hópurinn: 19,8 ár

Leikskýrslan

  • Byrjunarliðið:
    1 - Harpa Jóhannsdóttir
    7 - Amalía Árnadóttir (1-0, 24') (út 83')
    9 - Karen María Sigurgeirsdóttir
    13 - Sonja Björg Sigurðardóttir (út 69')
    14 - Margrét Árnadóttir
    17 - Emelía Ósk Krüger (út 83')
    18 - Bríet Jóhannsdóttir
    19 - Agnes Birta Stefánsdóttir (út 46')
    21 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir
    22 - Hulda Ósk Jónsdóttir (út 69')
    24 - Hulda Björg Hannesdóttir (út 83')
  • Varamenn:
    12 - Tinna Sverrisdóttir
    2 - Angela Mary Helgadóttir (inn 46')
    3 - Kolfinna Eik Elínardóttir
    5 - Arna Rut Orradóttir (inn 83')
    6 - Anna Guðný Sveinsdóttir (inn 83')
    11 - Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir (inn 69')
    15 - Eva S. Dolina-Sokolowska (inn 83')
    16 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (inn 69')