Kjarnafæðimótið 2025: Þór/KA mætir Tindastóli

Þór/KA og Tindastóll mætast í fyrsta leik kvennadeildar Kjarnafæðismótsins 2025 í Boganum á morgun, sunnudaginn 15. desember kl. 13.

Fyrsti leikur á nýju tímabili þótt enn sé árið 2025 ekki gengið í garð. Fyrsti leikur í kvennadeild Kjarnafæðismótsins. Við tökum á móti liði Tindastóls í Boganum sunnudaginn 15. desember kl. 13. Mögulega verður leiknum streymt, auglýst skömmu fyrir leik.

Hvetjum fólk til að líta upp úr jólaösinni eða sunnudagssteikinni og skreppa í Bogann til að fylgjast með, styðja og hvetja stelpurnar okkar. Upplagt að grípa nýja dagatalið okkar með heim eftir leik. Við látum það liggja frammi við innganginn.

Frítt inn.