Karfan er tóm.
Það var fjölmennt af Þór/KA-leikmönnum í Boganum í gær þegar lokaleikur Kjarnafæðimótsins fór fram og liðin okkar tvö mættust. Þór/KA og Þór/KA2 höfðu bæði unnið þrjá leiki áður en kom að þessum leik. Þór/KA stóð uppi sem sigurvegari eftir 4-2 sigur þar sem Hildur Anna Birgisdóttir skoraði í tvígang. Sonja Björg Sigurðardóttir átti tvær stoðsendingar.
Leikmannahópar beggja liða voru fjölmennir, reglurnar beygðar í samráði við mótshaldara enda klárt fyrir leik að annað hvort þessara liða myndi standa uppi sem sigurvegari mótsins. Leikmenn í æfingahópi meistaraflokks spiluðu fyrri hálfleikinn, en nær öllum leikmönnum var skipt útaf í leikhléi og ný lið spiluðu seinni hálfleikinn. Þá voru það leikmenn úr 2. og 3. flokki sem fengu að spreyta sig.
Þór/KA (svartar) voru á undan að skora. Sandra María Jessen skoraði þá af stuttu færi eftir undirbúning Huldu Óskar Jónsdóttur og Amalíu Árnadóttur. Hildur Anna Birgisdóttir skoraði frábært mark og jafnaði leikinn, en lét ekki þar við sitja heldur skoraði aftur fallegt mark, í bæði skiptin eftir sendingu frá Sonju Björg Sigurðardóttur. Þór/KA2 (hvítar) hafði því 2-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn. Rebekka Sunna Brynjarsdóttir jafnaði leikinn fyrir Þór/KA strax í upphafi seinni hálfleiks eftir að Dagbjört Rós Hrafnsdóttir hafði unnið boltann af varnarmanni, sýndi óeigingirni og renndi boltanum á Rebekku. Móeiður Alma Gísladóttir skoraði þriðja markið fyrir Þór/KA2 beint úr aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig vinstra megin í hornið fjær. Móeiður Alma lét það ekki nægja heldur átti hún sendingu fram á Anítu Ingvarsdóttur á lokamínútu leiksins, Aníta snéri á varnarmann og lét vaða á markið rétt innan vítateigslínu og skoraði fjórða markið fyrir hvíta liðið. Sigurinn í höfn hjá Þór/KA2 og bikar í vasann.
Þór/KA - Þór/KA2 2-4 (1-2)
Jafn margar og spil í stokki. Leikmannahópar beggja liða ásamt nokkrum sem eru frá vegna meiðsla. Við notuðum tækifærið og tókum mynd í lok leikhlésins.
Aftari röð frá vinstri: Stefani Gusic, Aníta Ingvarsdóttir, Auðbjörg Eva Häsler, Kristín Emma Hlynsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Sandra María Jessen, Emelía Ósk Krüger, Steingerður Snorradóttir, Lilja Gull Ólafsdóttir, Bríet J'ohannsdóttir, Margrét Lilja Skarphéðinsdóttir , Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Nína Rut Arnardóttir, Sigurrós Egilsdóttir , Ólína Helga Sigþórsdóttir, Arna Rut Orradóttir og Rut Marín Róbertsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Ásdís Hannesdóttir, Móeiður Alma Gísladóttir , Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir, Júlía Karen Magnúsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir, Rósa Signý Guðmundsdóttir, Gabby Batmani, Anna Guðný Sveinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Katla Bjarnadóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Katia Marína Da Silva Gomes, Klara Parraguez Solar , Tinna Sverrisdóttir og Íris Vala Ragnarsdóttir.
Angela Mary Helgadóttir, fyrirliði Þórs/KA2, tekur við bikarnum fyrir sigur í Kjarnafæðimótinu 2024.