Karfan er tóm.
Þrjár úr Þór/KA á leið með U19 til Danmerkur í byrjun apríl.
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér spilar U19 landsliðið í milliriðli í undankeppni EM 2023, þar sem íslenska liðið mætir Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu 5., 8. og 11. apríl.
Þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir voru valdar í hópinn fyrir þessa ferð og nú hefur landsliðsþjálfarinn kallað Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur inn í hópinn einnig.
Það verður því ekki heimferð hjá þremenningunum eftir úrslitaleik Lengjubikarsins á laugardaginn heldur taka við fundahöld og æfingar með U19 og svo ferðast hópurinn til Danmerkur á mánudag.
Auk þessara þriggja eru svo Tahnai Annis og Sandra María Jessen einnig á leiðinni úr landi um eða eftir helgina til að spila með A-landsliðum sínum.