Kemst U17 á lokamót EM?

Tallaght Stadium í Dublin þar sem leikur Íslands og Írlands fer fram. Myndin er tekin af vef UEFA.
Tallaght Stadium í Dublin þar sem leikur Íslands og Írlands fer fram. Myndin er tekin af vef UEFA.

 

Lokaleikur U17 landsliðs Íslands í milliriðli fyrir EM fer fram í dag. Mögulegt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu gegn Írlandi í dag, en Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir er varamaður.

Á sama tíma og Ísland mætir Írlandi mætast Finnar og Slóvakar. Ísland og Finnland eru í baráttu um að vinna riðilinn og komast áfram á lokamótið, sem fram fer 3.-15. maí. Bæði liðin eru með fjögur stig, bæði með eitt mark í plús, en Finnland hefur skorað fleiri mörk, eru með markatöluna 3-2, en Ísland er með 2-1. Ef bæði liðin vinna sinn leik ræðst það á markamun hvort liðið vinnur riðilinn.

Leikurinn hefst kl. 11 og verður í beinni útsendingu, að því er fram kemur á Facebook-síðu Knattspyrnusambandsins.


Byrjunarlið Íslands og Írlands.

 
Iðunn og Kimmy yfirtóku Instagram-aðgang Þórs/KA í gær (@thorkastelpur).