Karfan er tóm.
Þór/KA mætir Gróttu/KR á KA-vellinum í fyrstu umferð, fyrstu lotu A-riðils Íslandsmótsins í 3. flokki.
Stelpurnar í 3. flokki eru að hefja keppni á Íslandsmótinu núna um helgina, en fyrirkomulagi Íslandsmóts í 3. flokki hefur verið breytt frá því sem verið hefur í mörg ár. Keppni hefst nú mun fyrr en áður og er mótinu skipt í A-, B- og C-riðil og eru spilaðar þrjár lotur í hverjum riðli. Lið geta unnið sig upp á milli riðla, eða fallið niður um riðil, eftir hverja lotu. Liðið sem vinnur síðustu lotuna í A-riðli er Íslandsmeistari.
Þór/KA hefur um árabil verið í A-deild Íslandsmótsins í 3. flokki og hefur keppni nú í því sem heitir A-riðill (samsvarandi A-deild). Átta lið eru í A-riðlinum í fyrstu lotunni, en ásamt Þór/KA eru það Breiðablik/Augnabík, FH, Grótta/KR, Haukar/KÁ, HK, Valur/KH og Víkingur R.
Fyrsti leikurinn hjá Þór/KA fer fram laugardaginn 5. mars, en þá mæta stelpurnar liði Gróttu/KR á KA-vellinum. Leikurinn hefst kl. 15.
A-riðill - lota 1 - á vef KSÍ.