Karfan er tóm.
Þór/KA tekur á móti liði HK í dag kl. 15.
Íslandsmótið í 3. flokki er að hefjast með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra, þrjár lotur og lið færast á milli riðla eftir árangri í hverri lotu. Átta lið eru í A-riðli, sjö í B-riðli og sjö í C-riðli. Keppninautar Þórs/KA í fyrstu lotunni í A-riðlinum eru Breiðablik/Augnablik/Smári, FH/ÍH, Grótta/KR, Haukar, HK, Stjarnan/Álftanes og Þróttur.
Þór/KA sendir eitt A-lið til keppni á Íslandsmótinu að þessu sinni, en árangur tveggja A-liða síðastliðið sumar þýddi að félagið hefði getað byrjað Íslandsmótið með tvö A-lið, bæði í A-riðlinum. Fyrsta lotan er farin af stað, sjá leikjadagskrá.
Keppni B-liða hefst snemma í maí, en þar eigum við tvö lið. Keppni B-liða fer ekki fram í lotum eins og hjá A-liðunum. Keppni í riðlum í keppni B-liða stendur frá maíbyrjun fram í september.
Drög að leikjadagskrá í keppni B-liða hefur verið birt á vef KSÍ.
Þór/KA - B-liðakeppni - A-riðill
Þór/KA2 - B-liðakeppni - B-riðill