Íslandsmeistarar B-liða annað árið í röð

Úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í blíðskaparveðri og eins og sjá má setti sólin smá stri…
Úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í blíðskaparveðri og eins og sjá má setti sólin smá strik í reikninginn við myndatöku. Nafnalisti fylgir inni í fréttinni. Mynd: Fanney Kristinsdóttir.

Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.

Úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli á sunnudagsrmorguninn kl. 11.  Þór/KA náði forystunni með marki sem Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir skoraði á 20. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Birta Rán Víðisdóttir bætti við öðru marki á 73. mínútu, en aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Ísabella Jórunn Mueller muninn, staðan 2-1 og þanni endaði leikurinn. Sigurinn í höfn og stelpurnar okkar Íslandsmeistarar B-liða.

FH/ÍH - Þór/KA 1-2 (0-1)

Þessi tvö lið sem spiluðu bæði í A-riðlinum og unnu sigurvegara í B- og C-riðli í undanúrslitum. Þór/KA vann Víking á útivelli, 4-2, og FH/ÍH vann Selfoss á heimavelli, 3-1. Í riðlakeppninni voru Þór/KA og FH/ÍH hnífjöfn, enduðu með 27 stig úr tíu leikjum, en FH með betri markamun og taldist því hafa unnið riðilinn. Bæði lið unnu alla sína leiki í riðlinum nema einn. Tapleikirnir komu í innbyrðis viðureignum liðanna, en leikir þeirra unnust báðir á útivelli. Þór/KA vann leikinn í Kaplakrika 4-2 í byrjun júní þar sem Birta Rún Víðisdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. FH/ÍH kom svo norður í lok ágúst og vann 3-0 sigur í Boganum.

Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki 2024: Þór/KA. Sterkt sólskinið á suðvesturhorninu var aðeins að stríða fólki í myndatökum. 

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Ásdís Fríður Gautadóttir, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, Ísafold Gná Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Traustadóttir fyrirliði, Heiðbjört Kristín Ómarsdóttir, Linda Rós Jónsdóttir, Paolianny Mairym Aporte og Alma Sól Valdimarsdóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Þóra Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Lára Atladóttir, Sigyn Elmarsdóttir, Selma Lárey Hermannsdóttir , Birta Rán Víðisdóttir, Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir og Diljá Blöndal Sigurðardóttir. Mynd: Fanney Kristinsdóttir.


Brugðið á leik, komnar úr sterku sólskininu og í skuggann af stúkunni á Kaplakrikavelli. Mynd: Fanney Kristinsdóttir.

Hér má sjá stöðuna í A-riðli, reyndar ekki lokastöðu því einum leik er ólokið. Úrslit þess leiks skipta ekki máli fyrir okkar lið.

Úrslitakeppni B-liða:

Alls voru það 28 stelpur sem komu við sögu í leikjum B-liðsins í riðlinum og úrslitakeppninni. Alls voru það 16 stelpur sem skoruðu mark eða mörk í leikjum liðsins í sumar. Diljá Blöndal Sigurðardóttir skoraði flest mörk fyrir liðið, samtals 11. Næst kemur Birta Rán Víðisdóttir með sjö mörk og Ásdís Fríður Gautadóttir með sex mörk. Þó hér sé minnst á markaskorun þýðir það auðvitað ekki að þær sem ekki skoruðu mark eða mörk skipti minna máli því fótboltaleikir snúast líka um það að koma í veg fyrir að andstæðingurinn skori mörk og byggja upp sóknir sem leiða að því að liðið skorar mörk. 

Þjálfarar eru þau Pétur Heiðar Kristjánsson, Jóhann Hreiðarsosn, Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir, Alma Sól Valdimarsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir. Af þeim 28 sem spiluðu leikina í sumar eru níu fæddar 2008, 14 fæddar 2009 og fimm fæddar 2010 og eru því á eldra árinu í 4. flokki. Eftirtaldar spiluðu leiki liðsins í riðlakeppninni og úrslitakeppninni:

 

Þór/KA hefur nú spilað til úrslita um þennan titil fjögur ár í röð og unnið hann þrisvar.