Karfan er tóm.
Fram undan er lokaundirbúningur U19 landsliðsins fyrir þátttöku í milliriðli EM í byrjun apríl.
Leikir liðsins í milliriðlinum verða 6., 9. og 12. apríl. Leikið er á Englandi og andstæðingarnir verða Belgía, England og Wales.
Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðsins hefur valið 24 leikmenn sem koma munu saman til æfinga í Skessunni í Hafnarfirði dagana 14.-16. mars. Þar á meðal er ein úr okkar hópi, sem fyrr, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.
Hópinn allan og dagskrána má sjá á vef KSÍ - hér.
Ísfold Marý í leik með Þór/KA gegn Þrótti í Boganum 5. mars. Myndir: Þórir Tryggva.