Karfan er tóm.
Leikmenn meistaraflokks bjóða upp á glæsilegt happdrætti sem er liður þeirra í að fjármagna æfingaferð liðsins í næsta mánuði. Vinningar eru frá fjölmörgum fyrirtækjum, bæði innan og utan Akureyrar, og kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Sala á happdrættismiðum er hafin, leikmenn og aðstandendur verða væntanlega á samfélagsmiðlum með auglýsingar og einhverjar úr hópnum munu ganga í hús og selja. Við hvetjum fólk til að taka vel á móti þeim.
Hér að neðan má sjá vinningana sem í boði eru. Alls verða dregnir út 35 vinningar, en hver vinningur samanstendur af tveimur eða fleiri atriðum (gjafabréfum, þjónustu, vörum) og hæsti vinningurinn samanlagt að verðmæti yfir 200 þúsund krónur.
Ef smellt er á myndirnar opnast pdf-skjal með allri vinningaskránni.