Karfan er tóm.
Þór/KA á fjóra fulltrúa sem taka þátt í æfingalandsleikjum með U20 og U18 landsliðunum gegn Svíum í dag og á föstudaginn.
U20 landsliðið býr sig þessa dagana undir umspilsleik gegn Austurríki sem fram fer á Spáni 4. desember þar sem liðin bítast um laust sæti á HM U20 2024 sem fram fer í Kólumbíu í september á næsta ári.
Í þeim hópi eru tvær úr Þór/KA, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Liðið kom saman til æfinga um helgina og spilar æfingaleik við Svía í dag. Leikurinn fer fram í Miðgarði í Garðabæ og hefst kl. 12. Honum verður streymt beint á YouTube-rás KSÍ.
U18 landsliðið hefur einnig komið saman og mun spila æfingaleik við Svía föstudaginn 1. desebmer.
Þar eigum við einnig tvo fulltrúa, Amalíu Árnadóttur og Angelu Mary Helgadóttur. Leikur U18 liðsins fer einnig fram í Miðgarði og verður streymt á YouTube-rás KSÍ. Hann hefst kl. 12 á föstudag.