Karfan er tóm.
Þessa dagana standa yfir æfingar yngri landsliða kvenna og þar eigum við í Þór/KA - og reyndar Hömrunum einnig - okkar fulltrúa eins og að segja má nánast alltaf, ef ekki alltaf.
Æfingar U17 landsliðs kvenna hófust í Skessunni í Hafnarfirði í gær og standa fram á miðvikudag. Liðið undirbýr sig nú fyrir milliriðil í undankeppni fyrir EM. Liðið mætir Írlandi, Finnlandi og Slóvakíu í milliriðli sem spilaður verður á Írlandi 23.-29. mars.
Tvær frá okkur eru í U17 hópnum að þessu sinni, Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.
Hér má sjá frétt á vef KSÍ með lista yfir leikmannahópinn.
Þær Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir verða við æfingar með U16 landsliðshópnum síðari hluta vikunnar, 12.-14. janúar, einnig í Skessunni í Hafnarfirði.
Hér má sjá frétt á vef KSÍ og hópinn sem kemur saman til æfinga.
Magnús Helgason er þjálfaru U17 og U16 landsliða kvenna.