Karfan er tóm.
Enn bætist í hóp þeirra leikmanna úr okkar röðum sem boðaðar eru á landsliðsæfingar. Fimm leikmenn eru á leið til æfinga með U15 landsliðinu 26.-28. Janúar.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U15 landsliðsins og hefur hann valið 32 leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara í Skessunni í Hafnarfirði í næstu viku. Þetta eru þær Hildur Anna Birgisdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Tinna Sverrisdóttir, en þær eru allar í 3. flokki Þórs/KA.
Við höfðum áður sagt frá því að 12 leikmenn úr meistaraflokki, 2. og 3 flokki hafi tekið þátt í landsliðsverkefnum og/eða verið valdar til æfinga frá því að tímabilinu lauk og fram í janúarmánuð. Nú bætast sex leikmenn við og talan því komin upp í 18.
Hópinn allan og upplýsingar má sjá í frétt á vef KSÍ
.
Tinna Sverrisdóttir er markmaðurinn fyrir miðju í fremri röð, Kolfinna Eik Elínardóttir er hér lengst til hægri í aftari röð og Karlotta Björk Andradóttir lengs til hægri í fremri röð, með liði sínu á Stefnumótinu sl. haust.
Katla Bjarnadóttir er önnur frá vinstri í fremri röð og Hildur Anna Birgisdóttir fjórða frá vinstri í fremri röð með liði sínu á Stefnumótinu sl. haust.