Karfan er tóm.
Þrjár Þór/KA-stelpur komu við sögu hjá Völsungi í 2. deildinni í sumar. Liðið var einu stigi frá því að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.
Keppni í 2. deildinni var með nýju sniði í sumar. Fyrst spiluðu liðin 12 einfalda umferð sín á milli og síðan var deildinni skipt í tvennt þar sem sex efstu liðin mættust innbyrðis.
Að loknum fyrri hlutanum, þar sem öll liðin mættust innbyrðis í einfaldri umferð, samtals 11 leikir á lið, var Völsungur í 2. sæti með 27 stig, einu stigi á eftir Fram. Liðið vann átta leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði engum leik. Eftir þessa einföldu umferð skiptist deildin í efri og neðri hluta, sex efstu liðin mættust innbyrðis og tóku með sér stigin úr fyrri hlutanum.
Liðinu gekk ekki eins vel í sinni hlutanum, vann tvo leiki og tapaði þremur, öll töpin komu á heimavelli og sigrarnir á útivelli. Þrátt fyrir að hafa misst af sæti í Lengjudeildinni gerðu Völsungsstelpur vel í lokaleiknum og unnu Fram á nýja heimavellinum þeirra, en Frammarar höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn. Með sigrinum fór Völsungur í samtals 33 stig, aðeins einu stigi minna en Grótta sem fer upp í Lengjudeildina með Fram.
Þór/KA-stelpurnar sem lánaðar voru til Völsungs féllu vel inn í leik liðsins og voru Húsvíkingum liðsstyrkur.
Amalía Árnadóttir var á lánssamningi hjá Völsungi fyrri hluta sumars og kom við sögu í fjórum leikjum með Völsungi í 2. deildinni og tveimur í bikarkeppninni, áður en hún skipti aftur í Þór/KA í júlí. Hún hefur spilað leiki með 2. og 3. flokki, æft með meistaraflokki og verið í hóp hjá meistaraflokki þegar hefur þurft. Amalía endaði sumrið með 3. flokki á að lyfta bikar þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær.
Sonja Björg Sigurðardóttir var markahæst leikmanna Völsungs eftir fyrri hluta deildarinnar, hafði þá spilað níu leiki og skorað tíu mörk. Í seinni hlutanum spilaði húm fimm leiki og skoraði eitt mark. Þá tók hún þátt í einum leik í bikarkeppninni með Húsvíkingum. Samtals spilaði hún því 16 meistaraflokksleiki í sumar og skoraði 11 mörk. Auk þess hafði hún spilað með 3. flokki Þórs/KA í lotu 1 í A-riðlinum í vetur og með 2. flokki, sem var sameiginlegur milli Þórs/KA og Völsungi.
Una Móeiður Hlynsdóttir spilaði átta leiki í fyrri hluta 2. deildar og skoraði tvö mörk. Í úrslitakeppninni spilaði hún fjóra leiki og skoraði tvö mörk. Auk þess spilaði hún tvo leiki í bikarkeppninni og skoraði tvö mörk – og spilaði þrjá leiki með 2. flokki og skoraði þrjú mörk. Samtals spilaði Una Móeiður 14 leiki með meistaraflokki Völsungs og skoraði sex mörk. Una Móeiður var einn af sterkustu leikmönnum Völsungs á tímabilinu, lagði upp mörk og skoraði.