Ellefu leikmenn með landsleiki á árinu

Angela Mary Helgadóttir spilaði tíu landsleiki á árinu og Krista Dís Kristinsdóttir níu.
Angela Mary Helgadóttir spilaði tíu landsleiki á árinu og Krista Dís Kristinsdóttir níu.


Ellefu leikmenn úr leikmannahópnum hjá Þór/KA spiluðu landsleiki á árinu, allar með yngri landsliðunum.

Hér er átt við skráða landsleiki, bæði í keppnum og vináttuleiki, við önnur landslið, en ekki æfingaleiki við félagslið eða slíkt. Við sögðum til dæmis frá því nýlega að Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir hafi skorað tvö mörk hvor í æfingaleik með U17-landsliðinu gegn liði Víkings, en auk þeirra spilaði Krista Dís Kristinsdóttir þann leik og Angela Mary Helgadóttir með öðru liði U16 gegn drengjaliði frá Þrótti. Þetta teljast að sjálfsögðu ekki opinberir landsleikir.

Auk þeirra fóru fjórar á æfingar með landsliðum, án þess þó að spila opinbera landsleiki. Ef smellt er á nafn leikmanns opnast síða á vef KSÍ þar sem má sjá landsleiki viðkomandi. Upplýsingarnar eru af vef KSÍ.

Angela Mary Helgadóttir (2006) U16: 8 leikir, U17: 2 leikir
Iðunn Rán Gunnarsdóttir (2005) U16: 2 leikir
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (2004) U19: 6 leikir
Jakobína Hjörvarsdóttir (2004) U19: 5 leikir
Karlotta Björk Andradóttir (2007) U15: 2 leikir
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (2005) U17: 2 leikir, U18: 2 leikir, U19: 1 leikur
Kolfinna Eik Elínardóttir (2007) U15: 2 leikir
Krista Dís Kristinsdóttir (2006) U16: 8 leikir, U17: 1 leikur
María Catharina Ólafsdóttir Gros (2003) U19: 3 leikir
Sonja Björg Sigurðardóttir (2006) U16: 3 leikir
Unnur Stefánsdóttir (2004) U18: 1 leikur

Eftirtaldar voru valdar í æfingahópa og æfðu með landsliðum Íslands á árinu, án þess þó að spila opinbera landsleiki með þeim liðum.

A-landslið: Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen
U17: Bríet Jóhannsdóttir
U16: Tinna Sverrisdóttir

Þá má einnig geta þess að Arna Eiríksdóttir, sem var á lánssamningi hjá Þór/KA í sumar frá Val, var valin í U23 landsliðið sem spilaði æfingaleik við A-landslið Eistlands, en leikurinn er skráður sem A-landsleikur.