Karfan er tóm.
Þór/KA óskar velunnurum, samstarfsfyrirtækjum, stuðningsfólki, starfsfólki, sjálfboðaliðum, leikmönnum, keppinautum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til félagsins á nýliðnu ári.
Margs er að minnast frá liðnu ári, eins og meðal annars hefur komið fram í samantektum hér á síðunni undanfarnar vikur yfir árangur liðanna okkar. Nú er hafið nýtt ár sem við trúum að færi okkur ný ævintýri, nýjar áskoranir sem við munum takast á við af festu og fagmennsku í sameiningu með stuðningsfólki okkar og samstarfsfyrirtækjum. Saman erum við sterkari og munum gera nýhafið ár eitt af þeim eftirminnilegustu í sögu félagsins.
Dagatalið okkar fyrir árið 2025 með myndum af leikmönnum og öðrum úr starfinu á liðnu ári kom út fyrir nokkrum vikum. Dagatalið 2025 geta áhugasöm nálgast í Boganum, Hamri eða KA-heimilinu og er það ókeypis. Reyndar eigum við smávegis af dagatalinu 2024 í Hamri einnig ef einhver ykkar vantar í safnið sitt.
Eins og ávallt í gegnum tíðina nutum við nýliðnu ári mikillar og vel metinnar aðstoðar ljósmyndara sem eru óþreytandi að mæta á leikina okkar. Langflestar myndanna í dagatalinu tóku Þórir Ó. Tryggvason, Egill Bjarni Friðjónsson, Ármann Hinrik Kolbeinsson og Skapti Hallgrímsson. Hér með færum við þeim fjórmenningum okkar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og framlag þeirra til að skrásetja söguna.