Brooke Lampe til liðs við Þór/KA

Brooke Lampe undirritar samning við Þór/KA til næstu tveggja ára.
Brooke Lampe undirritar samning við Þór/KA til næstu tveggja ára.

 

Við lokum árinu 2021 með undirritun samnings við nýjan leikmann, bandarískan miðvörð.

Þór/KA hefur samið við Brooke Lampe, bandarískan varnarmann, og er hún væntanleg til félagsins fljótlega á nýju ári. Samningurinn gildir næstu tvö keppnistímabil. Brooke spilar sem miðvörður, en er jafnframt fjölhæfur leikmaður sem leyst getur ýmsar stöður.

Hún stundaði nám við University of North Texas í borginni Denton í Texas 2017-2021 og spilaði öll árin með knattspyrnuliði skólans, Mean Green, og var fyrirliði liðsins frá 2019. 

Við bjóðum Brooke Lampe velkomna til okkar og hlökkum til að fá að njóta krafta hennar og reynslu innan vallar sem utan.

Myndirnar hér að neðan fengum við frá Brooke, en þær eru allar frá háskólaferli hennar í Texas í Bandaríkjunum.