Bríet Fjóla í byrjunarliði, Hafdís Nína skoraði

Mynd af Facebook-síðu KSÍ.
Mynd af Facebook-síðu KSÍ.

Tvær úr Þór/KA komu við sögu í fyrsta leik U15 landsliðs Íslands á UEFA Development-móti í Birmingham á Englandi í dag. 

Ísenska liðið mætti því enska í fyrsta leik sínum á mótinu fyrr í dag. Bríet Fjóla Bjarnadóttir var í byrjunarliðinu og Hafdís Nína Elmarsdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði eitt marka Íslands. Báðar voru þær að leika sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd og má því segja að þetta hafi verið stór stund fyrir þessar ungu og efnilegu knattspyrnukonur sem báðar eru fæddar 2010 og voru því gjaldgengar með 4. flokki í sumar. Bríet Fjóla hefur nú þegar komið við sögu í 21 leik með meistaraflokki Þórs/KA, auk þess að spila leiki með 2. og 3. flokki. Hafdís Nína kom við sögu í 13 leikjum með 3. flokki á árinu, þar af tíu með Þór/KA og þremur með KF/Dalvík áður en hún skipti yfir í Þór/KA. Hún er frá Dalvík.

Leiknum lauk með 5-3 sigri Englendinga.