Þriðja markinu fagnað. Mynd: Þórir Tryggva.
Þór/KA vann Fylki með þremur mörkum gegn einu í 9. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöld. Sjöundi sigurinn í níu leikjum og Þór/KA er aðeins í humátt á eftir efstu liðum Bestu deildarinnar, Breiðabliki og Val. Þessi lið eru einmitt næstu mótherjar liðsins, Valur á þriðjudag í deildinni og Breiðablik á föstudag í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar.
Hildur Anna Birgisdóttir skoraði fyrsta mark leiksins, hennar annað mark í meistaraflokki og annar leikurinn í röð sem hún skorar fyrir liðið. Fylkir jafnaði upp úr þvögu eftir horn og jafnt í leikhléi. Þegar tæpar 20 mínútur voru eftir skoraði Hulda Björg Hannesdóttir af sjö sentímetra færi þegar Sandra María Jessen átti skalla í þverslá eftir horn. Lara Ivanuša kláraði svo leikinn sjö mínútum síðar með langskoti. Hennar fyrsta mark í Bestu deildinni.
Þór/KA fylgir Breiðabliki og Val eftir í toppbaráttunni, en þessi lið eru jöfn á toppnum með 24 stig eftir níu umferðir. Þór/KA hefur 21 stig.
Þrátt fyrir fámenni í stúkunni var stuðningurinn góður og það ber að þakka. Ekki hægt að kenna þeim sem mæta um fjarveru þeirra sem ekki mæta. Enn og aftur umhugsunar efni hve fáir áhorfendur mæta á leikina í deildinni.
Þór/KA - Fylkir 3-1 (1-1)
Molar og fróðleikur
- 1 - Lara Ivanuša skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni og fyrsta mark hér á landi þegar bætti við þriðja marki liðsins á 79. mínútu með langskoti.
- 3 - Þór/KA er í 3. sæti Bestu deildarinnar núna þegar fyrri umferð 18 leikja deildarinnar er lokið. Þetta er fjórði besti árangur í stigum talið eftir níu umferðir í tíu liða deild. Árin tvö sem liðið vann Íslandsmeistaratitilinn, 2012 og 2017, hafði liðið safnað fleiri stigum í fyrri hlutanum en það er með núna, sem og 2018.
- 10 - Lara spilaði sinn 10. leik fyrir Þór/KA, þar af eru fimm í Bestu deildinni.
- 10 - Tíu leikmenn hafa skorað mörkin 25 fyrir liðið í Bestu deildinni.
- 25 - Liðið skoraði 25 mörk í fyrstu níu leikjum deildarinnar, eða um 2,78 mörk að meðaltali í leik, en fékk á sig tíu mörk, eða að meðaltali 1,11 mörk í leik. Tvisvar skoruðu andstæðingarnir þrjú mörk, en það var í tapleikjunum gegn liðununum í tveimur efstu sætunum.
- 30 - Emelía Ósk Krüger spilaði sinn 30. leik í meistaraflokki. Þar af eru 15 í efstu deild.
- 120 - Harpa Jóhannsdóttir kom aftur í markið eftir að hafa verið varamaður undanfarna leiki, og spilaði sinn 120. leik í meistaraflokki.
Hvenær skorar Þór/KA?
Mörkin 25 sem liðið skoraði í fyrstu níu umferðunum skiptast næstum jafnt á milli fyrri og seinni hálfleiks, 12 í fyrri og 13 í seinni. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað í uppbótartíma, það var í lok fyrri hálfleiks gegn Tindastóli í Boganum. Tvisvar hefur liðið skorað á 88. mínútu, gegn Val og FH.
Markamínúturnar:
- 7 - gegn FH - Sandra María
- 13 - gegn Tindastóli - Agnes Birta
- 17 - gegn Víkingi - Ísfold Marý
- 18 - gegn Tindastóli - Karen María
- 20 - gegn Keflavík - Sandra María
- 23 - gegn Fylki - Hildur Anna
- 27 - gegn FH - Sandra María
- 29 - gegn Víkingi - Sandra María
- 30 - gegn Stjörnunni - Sandra María
- 33 - gegn Tindastóli - Iðunn Rán
- 43 - gegn Þrótti - Sandra María
- 45+2 - gegn Tindastóli - Sandra María
- 47 - gegn Stjörnunni - Hildur Anna
- 49 - gegn Stjörnunni - Margrét
- 58 - gegn Keflavík - Ísfold Marý
- 60 - gegn Þrótti - Sandra María
- 61 - gegn Keflavík - Margrét
- 69 - gegn Stjörnunni - Sandra María
- 71 - gegn Keflavík - Karen María
- 72 - gegn Fylki - Hulda Björg
- 79 - gegn Fylki - Lara
- 83 - gegn Tindastóli - Emelía Ósk
- 85 - gegn FH - Sandra María
- 88 - gegn Val og FH - Sandra María