Besta deildin: Ódýr mörk og vannýtt færi, eitt stig í safnið

Amalía Árnadóttir kom inn í byrjunarliðið og stóð fyrir sínu. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.
- - -
Amalía Árnadóttir kom inn í byrjunarliðið og stóð fyrir sínu. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.
- - -

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn í 17. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöld, 2-2, og situr Þór/KA áfram í 3. sætinu, en nú með jafnmörg stig og Víkingur. 

Þór/KA komst yfir þegar Margrét Árnadóttir skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning Huldu Óskar Jónsdóttur. Sú forysta hélt þó ekki nema í um tvær mínútur og jafnt í leikhléi, 1-1. Stjarnan komst yfir á 56. mínútu, en Sandra María Jessen jafnaði á 82. mínútu eftir fyrirgjöf frá Huldu Ósk. Litlu munaði að þriðja markið kæmi stuttu eftir það, en eins og fyrr í leiknum nýttust þau færi ekki.

Þór/KA - Stjarnan 2-2 (1-1)

 

Molar, fróðleikur og myndir sem segja meira en þúsund orð

  • 18 - Sandra María Jessen hefur nú jafnað sitt mesta markaskor á einni leiktíð í efstu deild. Þegar hún jafnaði leikinn í 2-2 á 82. mínútu skoraði hún sitt 18. mark í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði einnig 18 mörk í Pepsi-deildinni 2012 og fékk fyrir það silfurskóinn.
  • 20 - Hildur Anna Birgisdóttir er komin í 20 leiki í meistaraflokki, en þar af eru 15 í efstu deild.
  • 170 - Sandra María Jessen spilaði sinn 170. leik í efstu deild á Íslandi. Mörkin í þessum 170 leikjum eru orðin 107, eða 0,63 mörk að meðaltali í leik.
  • 200 - Hulda Ósk Jónsdóttir spilaði sinn 200. deildarleik þegar Þór/KA heimsótti Breiðablik í 15. umferðinni og spilaði því sinn 201. leik í gær. Af þessum 200 eru 168 í efstu deild, þar af 152 með Þór/KA og 16 með KR. Þá á hún að baki 32 leiki í 1. deild, 16 með Völsungi og 16 með KR. Morgunblaðið og mbl.is voru á undan okkur að átta sig á þessu eftir leiki 15. umferðarinnar.
  • 240 - Sandra María spilaði sinn 240. leik í meistaraflokki, samanlagt í mótum á vegum KSÍ og Evrópukeppnum.

- - -

VAR í myndum Egils Bjarna Friðjónssonar? Amalía Árnadóttir hefði vel þegið víti snemma leiks þegar hún var á undan markverði Stjörnunnar í boltann. Fótbolti verður auðvitað ekki dæmdur af ljósmyndum, en forvitnilegt að sjá þetta betur í sjónvarpi.


- - -

1-0 Mark í myndum Egils Bjarna Friðjónssonar. Hulda Ósk snéri á varnarmann Stjörnunnar á hægri kantinum, óð inn í teig og upp að endamörkum, renndi boltanum út í teiginn á Margréti Árnadóttur sem skoraði og kom Þór/KA yfir á 38. mínútu.

- - -

2-2 - Mark í myndum Egils Bjarna Friðjónssonar. Hulda Ósk átti fyrirgjöf, Sandra skallaði boltann sem lendir alveg út við stöng, 2-2 á 82. mínútu. Og svo er fagnað, en ekki of lengi því stelpurnar vildu bæta við fleiri mörkum.

- - -

20 - Hildur Anna Birgisdóttir lék sinn 20. leik í meistaraflokki. 

- - -

170 - Sandra María Jessen lék sinn 170. leik í efstu deild og 240. leik samtals í meistaraflokki hér á landi, skoraði 18. mark sitt í Bestu deildinni í sumar.

- - -

200 - Reyndar 201. deildarleikur hjá Huldu Ósk í gærkvöld.

- - -

Myndaalbúm Egils Bjarna Friðjónssonar úr leiknum. Takk.