Karfan er tóm.
Þór/KA og Þróttur skildu jöfn í markalausum leik í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar, efri hluta, þegar liðin mættust í Laugardalnum í gær.
Bæði lið fengu nokkur ákjósanleg færi, en markverðir og varnarmenn komust fyrir þau skot sem rötuðu á markið. Markverðir beggja liða vörðu frábærlega í fáein skipti, en eina markið sem var skorað fékk ekki að standa. Sandra María Jessen átti þá skot vinstra megin úr teignum alveg út við fjærstöng, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Þróttur - Þór/KA 0-0
Undir lokin komu tvær af yngstu kynslóðinni, þær Bríet Fjóla Bjarnadóttir (2010) og Eva S. Dolina-Sokolowska (2008), inn á og ógnuðu marki Þróttara, en inn fór boltinn þó ekki. Eva spilaði þarna sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki í KSÍ-leik, en hafði áður komið við sögu með liðinu í Kjarnafæðimótinu í janúar.
Þór/KA er áfram í 3. sætinu og hefur eins stigs foryrstu á Víking fyrir lokaumferðina. Þessi lið mætast á Greifavellinum í lokaumferðinni kl. 14 á laugardag.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Molar og fróðleikur