Besta deildin: Gestirnir nýttu færin og tóku stigin þrjú

Þór/KA náði ekki að fylgja eftir góðum sigri í 12. umferð Bestu deildarinnar þegar stelpurnar mættu Víkingi á heimavelli í fyrsta leik 13. umferðarinnar í gærkvöld. Gestirnir skoruðu tvívegis og fóru heim með öll stigin.

Fyrra mark Víkings kom þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, örskömmu eftir að Kimberley Dóra Hjálmardóttir hafði átt skot sem markvörður Víkings varði í þverslána. Gestirnir bættu svo við öðru marki í síðustu sókn leiksins, á fimmtu mínútu viðbótartíma, og hirtu öll stigin að þessu sinni.

Þór/KA er áfram í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, en Víkingur og FH eru með 19, en FH á leik til góða þegar þetta er skrifað. Stutt er í næsta leik, en Þór/KA á útileik í Keflavík miðvikudaginn 24. júlí kl. 18.

Þór/KA - Víkingur 0-2 (0-1) 

Molar og fróðleikur

  • - Þetta var fjórði tapleikur liðsins á heimavelli í deildinni, en liðið hefur samtals tapað fimm leikjum, aðeins einum á útivelli.
  • 10 - Lidija Kuliš spilaði sinn tíunda leik í efstu deild.
  • 10 - Bryndís Eiríksdóttir  spilaði einnig sinn tíunda leik í efstu deild, en þeir eru allir með Þór/KA í sumar.
  • 50 - Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir spilaði sinn 50. leik í efstu deild. Hún kom fyrst við sögu í leik í efstu deild sumarið 2021.
  • 100 Agnes Birta Stefánsdóttir spilaði sinn 100. meistaraflokksleik í mótum á vegum KSÍ, en þeir eru þó ekki allir fyrir Þór/KA því af þessum 100 leikjum eru 12 leikir með Hömrunum 2018 og tíu með Tindastóli 2020, í bæði skiptin á lánssamningi frá Þór/KA.
  • 185 - Það er fjöldi áhorfenda sem mætti á leikinn. Við höfum verið á því rólinu í flestum heimaleikjunum, 180-200.
  • 2010 - Margrét Árnadóttir er komin með yfir 2.000 mínútur spilaðar í mótum KSÍ það sem af er ári, Lengjubikar, Mjólkurbikar og Bestu deildinni. Hún hefur spilað alla leiki og allar mínútur í öllum leikjum liðsins í þessum mótum hingað til. Þar af er einn bikarleikur sem var 120 mínútur, en ótaldar eru viðbótarmínútur leikjanna. Margrét hefur spilað 22 leiki í þessum þremur mótum. Sandra María Jessen er sú eina ásamt Margréti sem komið hefur við sögu í öllum 22 leikjunum, en hún er með 1.948 mínútur.


Tíu leikir í efstu deild á Íslandi – Lidija Kuliš.

Tíu leikir í efstu deild – Bryndís Eiríksdóttir.

Fimmtíu leikir í efstu deild – Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.

Hundrað leikir í mótum á vegum KSÍ – Agnes Birta Stefánsdóttir.

Tvö þúsund og tíu mínútur í 23 leikjum, allar mínútur í öllum leikjum liðsins í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Bestu deildinni – Margrét Árnadóttir.