Besta deildin: Fyrsti heimaleikurinn í kvöld kl. 18

Þór/KA leikur í kvöld fyrsta heimaleik sinn í Bestu deildinni þetta árið. Andstæðingur dagsins er Þróttur. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.

Þessi leikur er í 3. umferð Bestu deildarinnar. Þróttur er með eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum, gerði jafntefli við Fylki og tapaði fyrir Val. Þór/KA er með þrjú stig eftir tvo útileiki, tapaði 3-1 fyrir Val og vann 4-0 sigur á FH. 

Mikilvægi stuðningsfólks hefur ekkert minnkað. Við þurfum á stuðningi fólksins að halda innan sem utan vallar. Boginn býður upp á mikla nánd milli stuðningsfólks og liðsins og því gott markmið að fylla Bogann og keyra inn í sumarið af krafti og með öflugum stuðningi úr stúkunni í fyrsta heimaleik. Fyllum Bogann og höfum hátt, þannig skal það vera.

  • Árskortasalan er í fullum gangi, 50% afsláttur. Leikmenn hafa verið að selja kortin. Kaupendur sem hafa óskað eftir korti í miðasöluappinu Stubbi hafa nú þegar fengið sín kort í símann. Þau sem vilja plast geta fengið kortin afhent í miðasölunni í Boganum fyrir leik. Enn er hægt að hafa samband við leikmenn og kaupa kort.
  • Treyju- og bolasalan í gangi á netinu, einnig hægt að skrá pantanir í miðasölu fyrir leik - https://forms.gle/ByrpLWH1Q2qp6uiY6.
  • Ert þú sjálfboðaliði? Við tökum vel á móti fólki sem vill vinna fyrir félagið að fjölbreyttum verkefnum - https://forms.gle/4u3DbBZGbH5H7DLk6
  • 🍔Grillið funheitt.
  • 🥤Drykkirnir ískaldir.
  • 🏴 Afsláttarárskortin glóðvolg.
  • ⚽️ Stelpurnar okkar sjóðheitar

Knattspyrnukonurnar okkar

Nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum frá því í fyrra. Erlendar knattspyrnukonur sem hér voru í fyrra eru horfnar á braut og hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Jakobína Hjörvarsdóttir samdi við Breiðablik eftir síðastliðið tímabil. Þeim eru hér með færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til félagsins. Eins og alltaf hefur komið kona í konu stað, nýjar erlendar kattspyrnukonur komnar inn í hópinn eins og kynnt hefur verið hér á síðunni og inn í hópinn koma einnig ungar og efnilegar knattspyrnukonur úr okkar eigin röðum. Endalaus uppspretta hæfileikaríkra knattspyrnukvenna.

  • Knattspyrnukonur 2024 - listi yfir leikmenn meistaraflokks með tengli á viðkomandi í gagnagrunni KSÍ
  • Hópurinn 2024 2024 - stúdíómyndir af leikmönnum meistaraflokks ásamt helstu tölum um leikjafjölda áður en keppni í Bestu deildinni hófst. 

Komnar

  • Bryndís Eiríksdóttir (lán frá Val)
  • Gabriella Batmani
  • Lara Ivanuša 
  • Lidija Kuliš
  • Shelby Money

Nýjar í hópnum innan félagsins

  • Bríet Fjóla Bjarnadóttir
  • Hildur Anna Birgisdóttir

Farnar

  • Dominique Randle
  • Jakobína Hjörvarsdóttir
  • Melissa Anne Lowder
  • Tahnai Annis