Karfan er tóm.
Þór/KA leikur í kvöld fyrsta heimaleik sinn í Bestu deildinni þetta árið. Andstæðingur dagsins er Þróttur. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.
Þessi leikur er í 3. umferð Bestu deildarinnar. Þróttur er með eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum, gerði jafntefli við Fylki og tapaði fyrir Val. Þór/KA er með þrjú stig eftir tvo útileiki, tapaði 3-1 fyrir Val og vann 4-0 sigur á FH.
Mikilvægi stuðningsfólks hefur ekkert minnkað. Við þurfum á stuðningi fólksins að halda innan sem utan vallar. Boginn býður upp á mikla nánd milli stuðningsfólks og liðsins og því gott markmið að fylla Bogann og keyra inn í sumarið af krafti og með öflugum stuðningi úr stúkunni í fyrsta heimaleik. Fyllum Bogann og höfum hátt, þannig skal það vera.
Nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum frá því í fyrra. Erlendar knattspyrnukonur sem hér voru í fyrra eru horfnar á braut og hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Jakobína Hjörvarsdóttir samdi við Breiðablik eftir síðastliðið tímabil. Þeim eru hér með færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til félagsins. Eins og alltaf hefur komið kona í konu stað, nýjar erlendar kattspyrnukonur komnar inn í hópinn eins og kynnt hefur verið hér á síðunni og inn í hópinn koma einnig ungar og efnilegar knattspyrnukonur úr okkar eigin röðum. Endalaus uppspretta hæfileikaríkra knattspyrnukvenna.
Komnar
Nýjar í hópnum innan félagsins
Farnar