Besta deildin: Frítt á leik Þórs/KA og Vals í boði Bílaleigu Akureyrar

Keppni í efri hluta Bestu deildarinnar hefst að nýju á morgun eftir hlé sem gert var á deildinni á meðan Valur og Breiðablik spiluðu í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þór/KA tekur einmitt á móti Val á Greifavellinum á morgun, föstudaginn 13. september kl. 17:15. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.

Okkar lið ætlar áfram að berjast fyrir hverju einasta stigi, sama hver mótherjinn er og á hvaða velli. Markmiðið er alltaf að enda eins ofarlega í töflunni og mögulegt er. Á sama tíma eru mótherjar morgundagsins, Valur, og líka mótherjar okkar í næsta leik, Breiðablik, að berjast á toppi deildarinnar og hafa líklega engan áhuga á að tapa stigum. Breiðablik hefur eins stigs forskot á Val í dag þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er því áfram spenna í leikjunum sem eftir eru í deildinni og mikilvægt að fá okkar fólk á völlinn til að styðja stelpurnar. Það skiptir máli.

Vakin er athygli á því að frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar. Upphitun verður hefðbundin, grillið á fullu fyrir leik og borgararnir ljúffengir eins og alltaf.

Staðan í efri hluta deildarinnar: