Árið í máli, myndum og tölum - 2. flokkur U20 - 2. hluti

Fyrir sigurleik gegn Þrótti 18. júní: Frá vinstri: Tinna Sverrisdóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir…
Fyrir sigurleik gegn Þrótti 18. júní: Frá vinstri: Tinna Sverrisdóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Lilja Gulll Ólafsdóttir, Nína Rut Arnardóttir, Emelía Björk Elefsen, Rakel Hólmgeirsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Brynja Kristín Elíasdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Sigríður H. Stefánsdóttir.

Fyrir nokkru var hér á síðunni farið yfir árangur liðanna okkar í 2. flokki U20 - Árið í máli, myndum og tölum - 2. flokkur U20 - 1. hluti | Þór/KA. Hér kemur smá viðbót, rýnt í nokkrar tölur og hverjar komu við sögu í leikjum sumarsins. 

Hér er smá fróðleikur um lið nr. 2, sem spilaði í B-deildinni.

Þór/KA/Völsungur/THK 2 

Eins og áður hefur komið fram spilaði lið 2, Þór/KA/Völsungur/THK2 í B-deildinni og mætti þar A-liðum frá Fylki/Aftureldingu, FHL, Stjörnunni/Álftanesi, Þrótti og Haukum. Eðlilega var því róðurinn nokkuð þungur, en liðið náði sér í tíu stig í tíu leikjum. 

  • 45 - Alls komu 45 knattspyrnukonur við sögu í leikjum liðsins.
  • 21 - Þar af er 21 úr árgöngum 2008 og 2009 og þar með einnig gjaldgengar í 3. flokki.
  • 6 - Sex koma frá Völsungi eða spiluðu einnig leiki með meistaraflokki Völsungs á árinu. Tvær af þeim koma upphaflega úr Völsungi, Brynja Kristín Elíasdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir, en fjórar úr röðum Þórs/KA, þær Anna Guðný Sveinsdóttir, Arna Rut Orradóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir og Rut Marín Róbertsdóttir. 
  • - Sex úr röðum Tindastóls komu einnig við sögu hjá liðinu í sumar, þær Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Emelía Björk Elefsen, Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Kristrún María Magnúsdóttir, Sigríður H. Stefánsdóttir og Sunneva Dís Halldórsdóttir.
  • 12 - Það voru tólf leikmenn sem sáu um að skora mörkin og skiptu þeim nokkuð jafnt niður.

Eftirtaldar spiluðu einn eða fleiri leiki með liðinu í sumar:

Markaskorun dreifðist nokkuð jafnt niður á leikmenn, tólf sem skoruðu mörkin, sjö sem skoruðu tvö mörk og fimm sem skoruðu eitt mark. 

Lokastaðan í riðlinum: