Karfan er tóm.
Amalía Árnadóttir er ein þriggja stúlkna sem tilnefndar eru til Böggubikarsins.
Auk Amalíu eru það handboltakonan Lydía Gunnþórsdóttir og blakkonan Auður Pétursdóttir sem tilnefndar eru.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hlaut bikarinn fyrir árið 2022, en hún er núna tilnefnd sem knattspyrnukona ársins hjá KA og þar með ein af þeim sem er í kjöri sem íþróttakona KA.
Í umsögn um Amalíu segir í frétt á vef KA:
Amalía stimplaði sig inn sem efnilegan og öflugan meistaraflokksleikmann í liði Þórs/KA á nýliðnu fótboltasumri. Hún er tæknilega góður miðjumaður sem hefur gott auga fyrir spili. Með dugnaði og vinnusemi þá hefur hún tekið eftirverðarteknum framförum.
Hún spilaði 24 af 25 leikjum liðsins í Bestu deildinni sem er athyglisvert í ljósi þess að þetta voru hennar fyrstu leikir í efstu deild. Hún varð einnig Íslandsmeistari með 2. fl félagsins sem sigraði mótið með yfirburðum. Hún spilaði sína fyrstu landsleiki á árinu þegar hún spilaði sitthvorn leikinn með U18 og U19 ára landsliðum Íslands.
(Ath.: Rétt er 22 af 23 leikjum)
Um Böggubikarinn segir eftirfarandi á vef KA:
Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi. Böggubikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fædd var þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Bróðir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna en þau voru fyrst afhend árið 2015 á 87 ára afmæli KA.