Akureyrarkonur í knattspyrnu 1982-2024 - örstutt yfirlit

Íþróttabandalag Akureyrar heldur upp á 80 ára afmæli bandalagsins með hátíð í Boganum í dag, en afmælisdagurinn sjálfur er 20. desember. Í tilefni af afmælinu tökum við örstutta upprifjun á sögu knattspyrnunnar hjá konum Akureyrar.

  • Þór/KA 1999-

    • Knattspyrnukonur Akureyrar hafa spilað sameiginlega undir merkjum Þórs/KA frá 1999. 
      • Fyrsti leikur undir merkjum Þórs/KA í Íslandsmóti var útileikur gegn Leiftri þriðjudaginn 2. júní 1999, en fyrsti heimaleikurinn var gegn Hvöt á Þórsvellinum 6. júní 1999. 
      • Fyrsti bikarleikur undir merkjum Þórs/KA var bikarleikur gegn KVA 25. júní 1999.
      • Árin 2001-2005 var samstarf við Siglfirðinga og nefndist liðið þá Þór/KA/KS.
    • Íslandsmeistarar: 2012, 2017.
    • Meistarar meistaranna: 2013, 2018.
    • Deildarmeistarar í 1. deild: 1999
    • Lengjubikarmeistarar, A-deild: 2009, 2018.
    • Lengjubikarmeistarar, B-deild: 2004, 2005, 2007, 2008.

  • ÍBA 1993-1998

    • Áður en félagið varð til sem Þór/KA var keppt undir merkjum ÍBA í sex ár.
      • Spilaði í efstu deild 1993, 1995, 1996, 1997 (Mizuno-deild 1995 og 1996, Stofndeild 1997)
      • Deildarmeistari í 2. deild, vann riðil og úrslitakeppni (næstefstu deild) 1994
      • Deildarmeistarí í 1. deild, 2. sæti í riðli, vann úrslitakeppni (næstefstu deild) 1998
  • Þór og KA 1982-1992

Hluta af þeim tíma sem Þór/KA hefur verið á knattspyrnusviðinu hafa akureyrskar knattspyrnukonur einnig spilað undir merkjum annarra liða, ýmist sjálfstætt eða undir eða í samstarfi við Þór/KA.

 

Verðlaunahafar í meistaraflokki 2024. Besti leikmaður liðsins, markahæst í deildinni og besti leikmaður deildarinnar: Sandra María Jessen. Kollubikarinn og stoðsendingaverðlaun deildarinnar: Hulda Ósk Jónsdóttir. Leikmaður leikmannanna: Margrét Árnadóttir. Efnilegust í meistaraflokki: Bríet Jóhannsdóttir.

Þór/KA 2024. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar 2017.

Íslandsmeistarar 2012.