Áfram Filippseyjar!

Tahnai Annis og Dominique Randle í keppnistreyjum Þórs/KA. Myndir: Auðunn Níelsson.
Tahnai Annis og Dominique Randle í keppnistreyjum Þórs/KA. Myndir: Auðunn Níelsson.

Veislan er hafin, fyrstu leikir á Heimsmeistaramótinu fóru fram síðastliðna nótt að okkar tíma. Stelpurnar okkar hefja leik í fyrramálið.

Eins og áður hefur komið fram eigum við í Þór/KA tvo fulltrúa á mótinu því þær Dominique Randle og Tahnai Annis eru báðar staddar á Nýja-Sjálandi með landsliði Filippseyja. Tahnai er landsliðsfyrirliði og saman eru þær að skrifa söguna fyrir þjóð sína því þetta er í fyrsta skipti sem Filippseyjar komast á lokamót HM.

Fyrsti leikur Filippseyinga verður einmitt næstu nótt, eða í fyrramálið, kl. 05:00 að morgni að íslenskum tíma þegar þær mæta liði Sviss. Leikurinn verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu.


Dom og Tahnai ásamt liðsfélögunum í landsliði Filippseyja. Hátíð í bæ og mikil gleði enda eru þær í fyrsta skipti á lokamóti HM.

Leikir Filippseyja í A-riðli

Föstudagur 21. júlí kl. 05:00
Filippseyjar - Sviss

Þriðjudagur 25. júlí kl. 05:30
Filippseyjar - Nýja-sjáland

Sunnudagur 30. júlí kl. 07:00
Filippseyjar - Noregur