Afrakstur kvennakvöldsins afhentur

Frá afhendingu afraksturs kvennakvöldsins. Hér er hluti undirbúningsnefndarinnar ásamt fyrirliðanum …
Frá afhendingu afraksturs kvennakvöldsins. Hér er hluti undirbúningsnefndarinnar ásamt fyrirliðanum okkar. Frá vinstri: Elsa Björg Pétursdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Sandra María Jessen, Linda Guðmundsdóttir og Eva Björk Halldórsdóttir.

Kvennakvöldsnefndin hefur afhent fulltrúum félaganna sem að kvöldinu stóðu afraksturinn. Það var gert í dýrindis veðri í Lystigarðinum í dag. 

Kvennakvöld Þórs og KA, sameiginlegt styrktarkvöld fyrir kvennaliðin fjögur í boltaíþróttunum hér á Akureyri, knattspyrnulið Þórs/KA, handboltalið KA/Þórs, blaklið KA og körfuboltalið Þórs, var haldið í maí og nú hafa þessi fjögur lið fengið afhentan styrk frá kvennakvöldsnefndinni. 

Undirbúningsnefndin bauð fulltrúum úr stjórn og þessum fjórum kvennaliðum í Lystigarðinn á Akureyri í dásamlegu veðri í hádeginu í dag þar sem hvert lið fékk afhenta ávísun upp á eina milljón króna. 

Í tilkynningu frá nefndinni segir meðal annars. 

Við í kvennakvöldsnefndinni buðum knattspyrnudeild Þórs/KA, handknattleiksdeild KA/Þórs, blakdeild KA og körfuknattleiksdeild Þórs að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Nefndin sá um viðburðinn og tóku fulltrúar frá öllum deildum þátt í undirbúningi og vinnu á sjálfu kvöldinu. Kvennakvöldið heppnaðist gríðarlega vel og fór fram úr okkar björtustu vonum. Með þessu viljum við bæði styrkja kvennadeildirnar ásamt því að vekja meiri athygli á kvennaíþróttum í bænum sem hafa verið að standa síg gríðarlega vel undanfarin ár.

Kvennakvöldsnefndin er þannig skipuð: 

  • Linda Guðmundsdóttir
  • Elsa Björg Pétursdóttir
  • Eva Björk Halldórsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Þóra Pétursdóttir
  • Anna Kristín Magnúsdóttir
  • Elma Eysteinsdótir

Við afhendinguna í dag mættu fulltrúar úr stjórnum þessara fjögurra liða/deilda ásamt fulltrúum leikmanna.

  • Þór körfubolti: Stefán Þór Pétursson formaður og Vaka Bergrún Jónsdóttir leikmaður.
  • KA/Þór handbolti: Guðrún Linda Guðmundsdóttir úr kvennaráði KA/Þórs og Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir fyrirliði.
  • KA blak: Stenþór Traustason úr stjórn blakdeildar og Jóna Margrét Arnarsdóttir leikmaður.
  • Þór/KA fótbolti: Dóra Sif Sigtryggsdóttir formaður og Sandra María Jessen fyrirliði.


Fulltrúar liðanna/deildanna fjögurra. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, Jóna Margrét Arnarsdóttir, frá blakliði KA, Steinþór Traustason, frá stjórn blakdeildar KA, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, Guðrún Linda Guðmundsdóttir, úr kvennaráði KA/Þórs, Vaka Bergrún Jónsdóttir, leikmaður körfuboltaliðs Þórs, og Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs.


Leikmenn liðanna fjögurra, Sandra María Jessen, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Vaka Bergrún Jónsdóttir.