3. flokkur: Silfur á Íslandsmóti B-liða

Aftari röð frá vinstri: Gunnella Rós Gunnarsdóttir, Karen Dögg Birgisdóttir, Aníta Mist Fjalarsdótti…
Aftari röð frá vinstri: Gunnella Rós Gunnarsdóttir, Karen Dögg Birgisdóttir, Aníta Mist Fjalarsdóttir, Arna Dögg Hjörvarsdóttir, Sunna Þórveig Guðjónsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir, Aldís Eva Aðalsteinsdóttir, Nadía Hólm Jónsdóttir.

Fremri röð frá vinstri: Valdís María Gunnarsdóttir, Klara Parraguez Solar, Sunneva Elín Sigurðardóttir, Eva Hrund Hermannsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir, Kristjana Vera Kelley og Harpa Hrönn Þórðardóttir.

 

Þór/KA mætti FH/ÍH í úrslitaleik Íslandsmóts B-liða í 3. flokki í gær, en stelpurnar okkar urðu að játa sig sigraðar.

Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni voru þessi lið saman í A-riðli Íslandsmóts B-liða og vann FH/ÍH alla leiki sína í riðlinum. Þór/KA varð í 2. sæti með 25 stig úr 12 leikjum og fór því í úrslitakeppni ásamt FH/ÍH, Stjörnunni/Álftanesi og Snæfellsnesi, en tvö síðasttöldu liðin urðu í tveimur efstu sætum B-riðils. Þór/KA og FH/ÍH unnu sína leiki í undanúrslitum og mættust í úrslitaleik á KA-vellinum í gær. Þar höfðu gestinir sigur með tveimur mörkum gegn engu.

Okkar stelpur unnu því til silfurverðlauna á Íslandsmóti B-liða þetta árið, sem er mjög góður árangur og óskum við þeim til hamingju með silfrið. Þess má í leiðinni geta að Þór/KA teflir fram tveimur liðum í keppni A-liða og einu í keppni B-liða þetta árið.

Þjálfarar 3. flokks eru þau Ágústa Kristinsdóttir, Birkir Hermann Björgvinsson og Pétur Heiðar Kristjánsson.