Karfan er tóm.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er ein af þeim sem tilnefnd eru sem handhafi Böggubikarsins og lið 3. flokks Þórs/KA í knattspyrnu eitt þeirra liða sem koma til greina sem lið ársins hjá K.A.
Val á liði ársinis hjá K.A. verður tilkynnt á 95 ára afmælisfagnaði félagsins. Eitt þeirra liða sem tilnefnd eru er lið 3. flokks Þórs/KA í knattspyrnu, en eins og komið hefur fram í fréttum hér á síðunni og í væntanlegu rafrænu riti undir heitinu Kvennaboltinn – Við erum Þór/KA áttu stelpurnar í 3. flokki einstaklega gott ár og voru sannast sagna bikaróðar. Ekki ólíklegt að þær bæti þessum bikar í safnið.
Þá er Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, leikmaður meistaraflokks Þórs/KA, ein af sex ungum einstaklingum sem tilnefnd eru og koma til greina sem handhafar Böggubikarsins. Sá bikar er veittur einstaklingi sem þykir efnilegur í sinni grein og ekki síður sterkur félagslega.
Ísfold, sem varð 18 ára á árinu, á nú þegar að baki 52 meistaraflokksleiki, þar af 34 í efstu deild, auk sex leikja með U-landsliðum Íslands og 17 leikja í vetraræfingamótum.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir að vinna skallaeinvígi í bikarleik gegn Haukum í sumar. Mynd: Þórir Tryggva