Karfan er tóm.
Stelpurnar í 3. flokki tryggðu sér í dag sigur í fyrstu lotu A-riðils Íslandsmótsins.
Lokaleikurinn fór fram á KA-velli í dag og var gegn Haukum/KÁ, en gestirnir eru í 2. sæti riðilsins.
Þór/KA átti ekki í teljandi vandræðum með að innbyrða sigurinn, lokatölur urðu 3-0. Bríet Jóhannsdóttir skoraði tvö mörk og Anna Guðný Sveinsdóttir eitt.
Með þessum sigri á Haukum/KÁ tryggði Þór/KA sér efsta sætið í A-riðlinum. Haukar/KÁ eru í 2. sæti og eiga tvo leiki inni, en forskot Þórs/KA er þegar orðið sjö stig og efsta sætið því tryggt.
Íslandsmótið er spilað í þremur lotum og því enn verk að vinna til að fylgja eftir þessari góðu byrjun.
Niðurstaðan er 19 stig í sjö leikjum, en liðið vann alla leikina nema einn, gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli. Markatala liðsins er 23-4.
Með því að vera í efri hluta riðilsins tryggir liðið sér fjóra heimaleiki í næstu lotu á móti þremur útileikjum. Næsta lota stendur um það vil frá 19. maí til 1. júlí.
Þór/KA-vefurinn óskar stelpunum í 3. flokki til hamingju með þennan mjög svo ánægjulega árangur.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
A-riðill - staðan, úrslit, leikjadagskrá á vef KSÍ.
Þór/KA teflir fram tveimur A-liðum í Íslandsmótinu, en Þór/KA2 hóf keppni í C-riðli. Þær stelpur leggja í langferð á morgun, mæta Sindra/Neista á Sindravöllum á Hornafirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Liðið á góðan möguleika á að vinna sig upp í B-riðil fyrir 2. lotuna.
Fyrir leikinn á morgun er Þór/KA í 2. sæti C-riðils, með jafnmörg stig og ÍBV og hefur leikið einum leik færra.
C-riðill - staðan, úrlist leikjadagskrá á vef KSÍ.