Karfan er tóm.
Fyrir um mánuði síðan var hér farið yfir stöðu mála og árangur liðanna okkar í 3. flokki það sem af er ári. Nú er komið að liðunum í 2. flokki U20 og ekki seinna vænna því nú eiga liðin hvort um sig eftir þrjá leiki í Íslandsmótinu.
Þór/KA er með samstarf við nágranna okkar í austri og vestri og ber liðið nafnið Þór/KA/Völsungur/THK, en THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák. Við eigum tvö lið í Íslandsmótinu í 2. flokki U20, annað spilar í A-deild og hitt í B-deild.
Liðið í B-deildinni, Þór/KA/Völsungur/THK2, spilar við A-lið frá fimm félögum og hefur staðið sig ágætlega, unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum. Þar sem aðeins sex lið eru í deildinni spilar liðið aðeins tíu leiki.
Leikmenn hafa skipt markaskorun nokkuð jafnt á milli sín, fjórar hafa skorað tvö mörk og átta hafa skorað eitt mark hver. Aníta Ingvarsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir og Rut Marín Róbertsdóttir hafa allar skorað tvö mörk það sem af er móti. Alls hefur 41 leikmaður komið við sögu í leikjum sjö í B-deildinni.
Leikir sem liðið á eftir:
Liðið okkar í A-deildinni á titil að verja, en liðið varð Íslandsmeistari með miklum glæsibrag í fyrra, vann alla leikina. Enn er barist um titilinn, en keppnin er jafnari í ár. Liðið hefur unnið níu leiki og tapað tveimur, er í efsta sætinu með 27 stig og á þrjá leiki eftir. Selfyssingar eru í 2. sæti með 25 stig, en eiga tvo leiki eftir. Víkingar eru í 3. sætinu með 21 stig og eiga fjóra leiki eftir, þar á meðal leik gegn okkar liði hérna fyrir norðan í lok mótsins.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur skorað tíu mörk í sex leikjum og er efst markaskorara í deildinni ásamt Védísi Ösp Einarsdóttur, leikmanni Selfoss. Sonja Björg Sigurðardóttir hefur skorað níu mörk, en hún einbeitir sér nú að markaskorun fyrir Völsung í A-úrslitum 2. deildar. Bríet Jóhannsdóttir er þriðja úr okkar röðum með sjö og svo Amalía Árnadóttir með sex mörk. Alls hafa 15 leikmenn skorað eitt mark eða fleira með liðinu í deildinni, en 23 hafa komið við sögu í leikjunum hingað til.
Það er hins vegar bikarleikur sem er næst á dagskránni þegar okkar stelpur mæta FH/ÍH í Skessunni í Hafnarfirði sunnudaginn 1. september í undanúrslitum bikarkeppninnar. Áður hefur liðið unnið HK á útivelli og FHL. Þessi sömu félög áttust við í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra og höfðu Hafnfirðingar þá betur, 3-1, á Kaplakrikavelli.
Ótrúlegt en satt, liðið okkar í 2. flokki er okkar þriðja lið sem fer í Hafnarfjörðinn og spilar útileik við FH í bikarkeppni. Meistaraflokkur Þórs/KA vann FH 1-0 á Kaplakrikavelli í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, en liðið okkar í 3. flokki tapaði 1-0 í undanúrslitum í Skessunni fyrr í mánuðinum.
Leikir sem liðið á eftir í Íslandsmótinu: